Honorary Consulate of Nepal Reykjavík, Iceland

Upplýsingar - Information

Kjörræðismaður (ræðismaður) Nepals á Íslandi

Honorary Consulate of Nepal
Honorary Consulate of Nepal

Honorary Consulate of Nepal
Reykjavík, Iceland

Knútur Óskarsson, viðskiptafræðingur, er ræðismaður fyrir Nepal á Íslandi.
Verkefni ræðismanns eru margs konar, en fyrst og fremst að gæta hagsmuna Nepalskra stjórnvalda á Íslandi m.a. með upplýsingagjöf og vinnu að ýmsum hagsmunamálum, sem tengjast báðum löndunum. Auk þessa mun ræðisskrifstofan gefa út ferðamannaáritanir– VISA – í vegabréf fyrir hönd Sendiráðs Nepals í Kaupmannahöfn.

Í því felst útgáfa á eftirfarandi:
Visa með gildistíma í 15 daga; kostnaður USD 30 eða jafngildi í ISK – sjá upphæð neðst á „Tourist Visa Application Form“, þegar búið er að fylla út umsókn á netinu.
Visa með gildistíma í 30 daga; kostnaður USD 50 eða jafngildi í ISK – sjá upphæð neðst á „Tourist Visa Application Form“, þegar búið er að fylla út umsókn á  netinu.
Visa með gildistíma í 90 daga; kostnaður USD 125 eða jafngildi í ISK – sjá upphæð neðst á „Tourist Visa Application Form“, þegar búið er að fylla út umsókn á netinu.Heimilt er að fá Visa samtals í 150 daga á almanaksári (janúar –  desember).

Fylla þarf út Online Visa Application með því að fara inn á https://nepaliport.immigration.gov.np/onlinevisa-mission/application

Þar þarf byrja á að velja í “Select Embassy / Consulate / Mission”: Honorary Consuls of Nepal, Iceland…og fylla síðan út viðeigandi reiti. Gildistími vegabréfs þarf að vera lengri en 6 mánuðir, þegar komið er til Nepals.

Greiðsla vegna vegabréfsáritunar þarf að inna af hendi inn á reikning í Íslandsbanka: 0513 – 26 – 255, Kt.: 230252-3009

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Sendiráðs Nepals í Kaupmannahöfn.

Þeir sem ætla sér að nýta þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir að hafa samband áður við undirritaðan á netfanginu nepal@visitnepal.is , einnig er hægt að hringja í síma 820 8118 frá kl. 10:00 – 12:00 alla virka daga.

Aðsetur ræðisskrifstofunnar er:

Ræðisskrifstofa Nepals á Íslandi
Hús Endurhæfingar – þekkingarseturs
Kópavogsgerði 10
200 Kópavogur

Virðingarfyllst,
Knútur Óskarsson
Kjörræðismaður Nepals á Íslandi

Honorary Consul of Nepal to Iceland

Reykjavík, Iceland

Business administrator, Knútur Óskarsson, is the honorary consul to Iceland. The role of the consul varies, however, mainly safeguarding the interests of the Nepalese authorities in Iceland, including submission of information and work-relating to various matters of interest to both countries. Additionally, the Consulate of Nepal issues visas in passports on behalf of the Embassy of Nepal to Denmark.

This entails the preparation of the following documentation:

Visa, valid for 15 days, cost USD 30 or the equivalent of ISK – see the amount at the bottom of the Tourist Visa Application Form, when the application has been filled out online.

Visa, valid for 30 days, cost USD 50 or the equivalent of ISK – see the amount at the bottom of the Tourist Visa Application Form when the application form has been filled out online.

Visa, valid for 90 days, cost USD 125 or the equivalent of ISK – see the amount at the bottom of the Tourist Visa Application Form when the form has been filled out online.

Note that a visa may be obtained for 150 days in the calendar year (January-December).

An online Visa application must be filled out by entering

https://nepaliport.immigration.gov.np/onlinevisa-mission/application

Start by selecting Select Embassy / Consulate / Mission: Honorary Consuls of Nepal, Iceland …and then check the appropriate boxes. The passport’s period of validity must be longer than six (6) months when the holder arrives in Nepal.

Payment regarding the visa must be submitted by a deposit at Íslandsbanki as follows: 0513-26-255, ID no. 230252-3009

Further information is contained on the website of the Embassy of Nepal to Denmark.

Persons intending to use this service are kindly requested prior to contact the undersigned b the email address nepal@visitnepal.is or by telephoning 820 8118 from 10 a.m. to 12 noon on all regular weekdays.

The addresses of the office of the Honorary Consul of Nepal in Iceland is as follows:

Honorary Consul of Nepal
Mr. Knútur Óskarsson
Edurhaefing House
Kópavogsgerdi 10
200 Kópavogur
Iceland

Tel: +354 8208118
Email: nepal@visitnepal.is

Morgunblaðið 30.des. 2019

July 6, 2023

In reference to the COVID-19, requirements for travelling to Nepal and other travel guidelines and visa requirements may change from time to time. Please follow the updates on https://dk.nepalembassy.gov.np/visa/ or https://www.immigration.gov.np/  before leaving for Nepal.

Last update June 19, 2023

 

All passengers travelling to Nepal by air or land route no longer require a fully vaccinated proof of certificate OR Negative PCR test report of COVID-19

 

Myndir - Gallery

YouTube - Twitter - Facebook - WWW

Official website of Nepal Tourism Board

MOFA of Nepal

Ministry of Foreign Affairs, Nepal
@MOFANEPAL

Official website of Nepal Tourism Board

Íslendingar á ferð í Nepal

Heill og sæll Knútur …

Mikið er frábært að heyra það … ég deili algjörlega tilfinningum þínum fyrir þessu ótrúlega fallega og frábæra landi, Nepal og á þar marga góða og trausta vini… vini sem ég treysti algjörlega fyrir lífi mínu þarna í fjöllunum fögru.
Ég hef farið fjórar ferðir alls til Nepal og er alls ekki búinn að fá nóg.
Fór þrjár upp í grunnbúðir Everest og þar af tvær í gegnum Gokyo vötnin sem eru algjörlega einstakt svæði.
Fjórðu ferðina fór ég svo með Rótarý félagana 2019 á Poon Hill og upp í grunnbúðir Anna Purna.
Ég á náttúrulega gríðarlegt myndasafn úr þessum ferðum öllum og get svo sent þér eitthvað til viðbótar…
Get einnig örugglega útvegað þér einhverjar sögur úr ferðunum enda gengið á ýmsu.
Endilega vertu í sambandi ef það er eitthvað sem ég get aðstoðað þig með… en ég var að adda þér sem friend á Facebook.
Hér eru hlekkir í smá sýnishorn á Facebook sem þú mátt ganga í eins og þig lystir.

Árið 2016 fór ég með konuna og krakkana mína tvo, Ívar þá 23 ára og Hjördísi 32 ára upp í grunnbúðir Everest.

      

2017 fórum við strákurinn minn með 16 vinnufélaga okkar hjá 365 og fórum þá gegnum Gokyo og upp í grunnbúðir Everest:
   

2018 fór ég með hóp göngufélaga og vinafólks, einnig upp í Gokyo og í grunnbúðir Everest:
   

2019 fórum við svo þrír rótarýfélagar í Hofi ásamt mökum og vinafólki, alls 12 manna hópur upp í grunnbúðir Anna Purna:
   

Bestu kveðjur
Guðm. Þ. Egilsson
forseti rótarýklúbbsins HOF, Garðabæ